Skip to main content

Field to fork

EFSA – Vísindi, 
örugg matvæli, sjálfbærni

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (e. European Food Safety Authority - EFSA) er tilvísunarstofnun fyrir áhættumat á matvælum og fóðri í Evrópusambandinu.

Video file

EFSA – Vísindi, 
örugg matvæli, sjálfbærni

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (e. European Food Safety Authority - EFSA) er tilvísunarstofnun fyrir áhættumat á matvælum og fóðri í Evrópusambandinu.

farm

Hver erum við?

Matvælaöryggisstofnun Evrópu var stofnuð samkvæmt lögum Evrópusambandsins árið 2002 í kjölfar fjölda tilfella af matvælaáföllum. Við leggjum til vísindalegan grundvöll laga og reglugerða til að vernda evrópska neytendur gegn matartengdri áhættu – frá haga til maga.

Tilgangur okkar

Hjálpa til við að tryggja öfluga neytendavernd


Bæta matvælaöryggiskerfi ESB


Endurheimta og viðhalda trausti á matvælaframboði ESB

farm

Sýn okkar

Að vernda neytendur, dýr, plöntur og umhverfi með óháðri og gagnsærri vísindalegri ráðgjöf um áhættu í fæðukeðjunni frá haga til maga

Það sem við gerum (og gerum ekki)

Kjarni starfsemi okkar er að safna, meta og samþætta vísindaleg gögn til að svara spurningum varðandi áhættu.

1

Veita óháða vísindalega ráðgjöf og stuðning fyrir áhættustjórnendur og stefnumótendur ESB um matvæla- og fóðuröryggi

2

Veita óháða tímanlega áhættukynningu

3

Stuðla að vísindalegri samvinnu

Kjarni starfsemi okkar er að safna, meta og samþætta vísindaleg gögn til að svara spurningum varðandi áhættu.

1

Veita óháða vísindalega ráðgjöf og stuðning fyrir áhættustjórnendur og stefnumótendur ESB um matvæla- og fóðuröryggi

2

Veita óháða tímanlega áhættukynningu

3

Stuðla að vísindalegri samvinnu

Starf okkar nær yfir alla fæðukeðjuna frá haga til maga

 

Þekking, reynsla og ákvarðanataka

vísindamanna Matvælaöryggisstofnunar Evrópu

er kjarninn í öllu sem við gerum.

Allt sem við gerum hefur gildi okkar að leiðarljósi

  • Gæði
  • Sjálfstæði
  • Gagnsæi
  • Ábyrgð
  • Samvinna

Hreinskilni og gagnsæi hafa verið lykilgildi fyrir Matvælaöryggisstofnunina frá því að hún var stofnuð.

Með hverjum störfum við

idea

Við vinnum náið með

samstarfsaðilum og hagsmunaaðilum

um alla Evrópu og um allan heim og deilum vísindalegri sérfræðiþekkingu, gögnum og þekkingu. Það eru m.a:

  • ESB aðildarríkja
  • Stofnanir og sérstofnanir ESB
  • Þar til bærar stofnanir
  • Borgaralegir hagsmunaaðilar
  • Alþjóðlegir samstarfsaðilar

Samstarf innan ESB og á heimsvísu

Matvælaöryggisstofnunin er staðsett í hjarta Parma og er óaðskiljanlegur hluti matvælaöryggiskerfis ESB. Einstakir sérfræðingar og viðurkenndar stofnanir á starfssviði EFSA eru helstu samstarfsaðilar okkar á sviði þekkingar.

Til að hlúa að þessum samskiptum vinnum við náið með áhættumatsstofnunum aðildarríkjanna og byggjum upp getu í gegnum ráðgjafarvettvanginn, innlenda tengiliði og vísindanefndir okkar. Á sama hátt vinnum við með öðrum stofnunum ESB og höfum þróað náið samstarf við hliðstæða okkar í foraðildaráætlun Evrópusambandsins og í nágrenni þess.

Áhrif alþjóðaviðskipta, fólksflutninga og loftslagsbreytinga, svo fátt eitt sé nefnt, bætir alþjóðlegri vídd við matvælaöryggismál. Matvælaöryggisstofnunin hefur regluleg samskipti við alþjóðlegar stofnanir og matvælastofnanir í mörgum löndum um allan heim.

 
max zoomed in map
zoomed in map
word map

Samstarf innan ESB og á heimsvísu

Matvælaöryggisstofnunin er staðsett í hjarta Parma og er óaðskiljanlegur hluti matvælaöryggiskerfis ESB. Einstakir sérfræðingar og viðurkenndar stofnanir á starfssviði EFSA eru helstu samstarfsaðilar okkar á sviði þekkingar.

map of Italy

Til að hlúa að þessum samskiptum vinnum við náið með áhættumatsstofnunum aðildarríkjanna og byggjum upp getu í gegnum ráðgjafarvettvanginn, innlenda tengiliði og vísindanefndir okkar. Á sama hátt vinnum við með öðrum stofnunum ESB og höfum þróað náið samstarf við hliðstæða okkar í foraðildaráætlun Evrópusambandsins og í nágrenni þess.

world map

Áhrif alþjóðaviðskipta, fólksflutninga og loftslagsbreytinga, svo fátt eitt sé nefnt, bætir alþjóðlegri vídd við matvælaöryggismál. Matvælaöryggisstofnunin hefur regluleg samskipti við alþjóðlegar stofnanir og matvælastofnanir í mörgum löndum um allan heim.

hand holding puzzle
 
 

Hvernig stofnunin starfar

Megnið af starfi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu er unnið vegna beiðna um vísindalega ráðgjöf frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþinginu og aðildarríkjum ESB. Við vinnum einnig vísindastörf að eigin frumkvæði, einkum til að skoða vandamál sem upp koma og nýjar hættur og til að uppfæra matsaðferðir okkar og nálganir.

hand holding puzzle
puzzles
puzzles

Áhættumatsferli

1

Móttaka umboðs/umsóknar

Matvælaöryggisstofnun Evrópu fær beiðni um vísindalega ráðgjöf (frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþinginu eða aðildarríkjum) eða hefur frumkvæði að eigin starfsemi.


Samið er um umboð, þar á meðal starfsskilmála og frest; fyrir umsóknir um markaðssetningu athugar/metur Matvælaöryggisstofnunin hvort þær séu tæmandi og getur óskað eftir frekari vísindalegum upplýsingum frá umsækjanda.


Umboðið er falið einni af sérfræðinganefndum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu eða vísindanefnd hennar og er gerð aðgengileg á OpenEFSA-gáttinni.

2

Mat

Áhættumatið er venjulega framkvæmt af vinnuhópi sérfræðinga sem endurskoðar fyrirliggjandi vísindalegar upplýsingar og getur byggt á gagnaöflunarnetum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu eða auglýst eftir gögnum.


Vinnuhópurinn vinnur drög og leggur fyrir viðkomandi vísindanefnd til umræðu.


Matvælaöryggisstofnunin leggur oft drög að áliti fram til opinberrar kynningar og tekur þá tillit til athugasemda í endurskoðuðu skjali.

3

Innleiðing og útgáfa

Matið er samþykkt af meirihluta nefndarmanna – en minnihlutaálit er skráð.


Afraksturinn – sem er yfirleitt vísindalegt álit, en getur verið yfirlýsing, leiðbeiningarskjal eða annars konar útgáfa – er birt í Tímariti EFSA, vísindatímariti okkar á netinu í opnum aðgangi.


Útgáfunni getur fylgt samskiptastarfsemi.

 

Áhættumatsferli

hand holding puzzle

1

Móttaka umboðs/umsóknar

Matvælaöryggisstofnun Evrópu fær beiðni um vísindalega ráðgjöf (frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuþinginu eða aðildarríkjum) eða hefur frumkvæði að eigin starfsemi.


Samið er um umboð, þar á meðal starfsskilmála og frest; fyrir umsóknir um markaðssetningu athugar/metur Matvælaöryggisstofnunin hvort þær séu tæmandi og getur óskað eftir frekari vísindalegum upplýsingum frá umsækjanda.


Umboðið er falið einni af sérfræðinganefndum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu eða vísindanefnd hennar og er gerð aðgengileg á OpenEFSA-gáttinni.

hand holding puzzle

2

Mat

Áhættumatið er venjulega framkvæmt af vinnuhópi sérfræðinga sem endurskoðar fyrirliggjandi vísindalegar upplýsingar og getur byggt á gagnaöflunarnetum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu eða auglýst eftir gögnum.


Vinnuhópurinn vinnur drög og leggur fyrir viðkomandi vísindanefnd til umræðu.


Matvælaöryggisstofnunin leggur oft drög að áliti fram til opinberrar kynningar og tekur þá tillit til athugasemda í endurskoðuðu skjali.

hand holding puzzle

3

Innleiðing og útgáfa

Matið er samþykkt af meirihluta nefndarmanna – en minnihlutaálit er skráð.


Afraksturinn – sem er yfirleitt vísindalegt álit, en getur verið yfirlýsing, leiðbeiningarskjal eða annars konar útgáfa – er birt í Tímariti EFSA, vísindatímariti okkar á netinu í opnum aðgangi.


Útgáfunni getur fylgt samskiptastarfsemi.

 
 

Áhættukynning

Umboð Matvælaöryggisstofnunar Evrópu til að miðla upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt er í stofnreglugerð okkar.

Samræmd samskipti á vettvangi ESB og aðildarríkja eru mikilvæg til að viðhalda og efla traust almennings á matvælaöryggiskerfinu okkar.

Hvers vegna áhættukynning er mikilvæg

  • Að skilja skilning neytenda á matvæla- og fóðuröryggisáhættu
  • Að brúa bilið milli vísinda og neytenda
  • Að kynna og dreifa samræmdum skilaboðum

Áheyrendamiðuð nálgun

Matvælaöryggisstofnunin hefur þróað áheyrendamiðaða nálgun – sem beinist að sérstöku samskiptaefni til mismunandi markhópa með viðeigandi

verkfærum og vettvang

til að uppfylla upplýsingaþarfir (sérfræðinga, tækni- og annarra) áheyrenda sinna.

 

Framtíðaráskoranir

Matvælaöryggisstofnunin starfar í heimi örra breytinga og þarf að tryggja að hún geti haldið áfram að skila hlutverki sínu. Við stöndum frammi fyrir tvennskonar áskorunum á næstu árum.

Samfélagslegar áskoranir

  • Væntingar almennings um gagnsæi og þátttöku
  • Að þróa vísindalega þekkingu og skapa þörf fyrir nýstárlega nálgun og samvinnu
  • Áhrif hnattvæðingar og loftslagsbreytinga
  • •Aðgengi að sérfræðiþekkingu fyrir þverfaglegar þarfir Matvælaöryggisstofnunar Evrópu

Áskoranir vegna áhættumats

  • Umhverfisáhættur og nýjar áhættur
  • Öryggismat á nýjum vörum
  • Þróun nýrra matsaðferða
  • Efnablöndur/samsett eiturhrif efna í matvælum
  • Sýklalyfjaónæmi
 

Saman fyrir örugga og sjálfbæra framtíð

Til að takast á við matvælaöryggisáskoranir morgundagsins höldum við áfram að þróa öflugt samstarf sem byggir á nýjustu vísindum og styður breytingarnar í átt að sjálfbærum matvælakerfum innan ESB og víðar.